Páfi vísiterar Afríku

AP

Benedikt XVI páfi tilkynnti í dag að hann ætli að heimsækja Kamerún og Angóla í mars á næsta ári. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Afríku síðan hann var kjörinn páfi vorið 2005.

Páfi tilkynnti þetta við messu í Péturskirkjunni í Róm í morgun en þar var að ljúka þriggja vikna heimsráðstefnu biskupa.

Tilgangur vísitasíu páfa til Afríku er m.a. að undirbúa ráðstefnu sem fyirhugað er að halda í Páfagarði í október á næsta ári en þar á að fjalla um málefni Afríku.

Frá því Benedikt var kjörinn páfi hefur hann vísiterað víða í Evrópu, m.a. Frakkland í september síðastliðnum. Þá heimsótti  hann Brasilíu, Bandaríkin og Ástralíu í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
falleg innskautsborð flísar með rós í plötu
er með falleg innskotsborð flísar með rós í plötu á 25,000 kr sími 869-2798...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...