Farþegum neitað um endurgreiðslu

Ein flugvéla Sterling.
Ein flugvéla Sterling. mbl.is

„Við fengum aldrei peningana okkar til baka þegar fluginu var aflýst, heldur var þeim haldið inni á reikningi hjá Sterling og okkur sagt að við gætum notað þá upp í aðra ferð síðar. Nú eru þeir peningar tapaðir.“ Þetta er haft eftir einum af hundruðum norskra viðskiptavina Sterling sem nú hafa tapað inneignum við gjaldþrot félagsins.

Bente Berget hafði bókað flug með Sterling frá Ósló til Kaupmannahafnar þann 29. september síðastliðinn, en fluginu var aflýst. Henni var þá neitað um endurgreiðslu en sagt að peningunum yrði haldið á hennar nafni inni á inneignarreikningi þar til hún gæti notað þá upp í annað flug með félaginu. Í staðinn þurfti hún sjálf að punga út 6.000 norskum krónum fyrirn nýju flugi með SAS. Norski fréttavefurinn VG Nett segir frá því að hundruðir Norðmanna séu nú æfareiðir eftir að hafa tapað peningunum sínum í þess háttar inneignarreikningum Sterling.

VG hefur eftir ferðaskrifstofuforstjóranum Rolf  Forsdahl að Sterling sé eina flugfélagið sem ástundi þess háttar viðskipti, sem séu í besta falli vafasöm og hafi ekki hag viðskiptavinanna að leiðarljósi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu nýr talnalás. kr.45,000,- uppl. 8691204 Br,58cm Hæð...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...