Telja Palin ekki tilbúna

Sarah Palin er ekki undir það búin að taka að …
Sarah Palin er ekki undir það búin að taka að sér varaforsetaembættið að mati 59% kjósenda. AP

Fimmtíu og níu prósent kjósenda í Bandaríkjunum telja að varaforsetaefni Repúblíkanaflokksins, Sarah Palin sé ekki undir það búin að taka starfið að sér. Ný könnun þar sem þetta kemur fram hefur hrundið af stað umræðu um áhrif Palin á framboð McCain.

Dagblaðið New York Times og CBS News sjónvarpsstöðin létu gera könnunina og birtu niðurstöður hennar í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni sögðust 41% aðspurðra að þeir hefðu neikvæða afstöðu til Palin en 36% sögðust hafa jákvæð afstöðu og 24% töldu sig ekki hafa nægar upplýsingar til að mynda sér skoðun.

59% töldu að hún væri ekki undir það búin að gerast varaforseti Bandaríkjanna en það mun vera níu stiga hækkun frá því í byrjun mánaðarins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert