Bush fer fögrum orðum um Obama

George W. Bush hringir í Barack Obama og óskar honum …
George W. Bush hringir í Barack Obama og óskar honum til hamingju með sigurinn. Reuters

Í ræðu sem George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hélt í dag kallaði hann kosningasigur Obama „sigur bandarískrar sögu“ og sagði hann vera til vitnis um lýðræði landsins.

Hann bauð Obama og eiginkonu hans í Hvíta húsið og sagðist vona að þau kæmu sem allra fyrst. „Hann getur treyst á algera samvinnu frá stjórninni minni þegar hann tekur við störfum í Hvíta húsinu.“

„Um gervallt landið kusu borgarar í stórum stíl. Þeir sýndu umheiminum sem fylgdist með kraftinn í lýðræði Bandaríkjanna og þau stóru skref sem stigin hafa verið í átt að betra samlyndi. Forsetinn sem þeir kusu á að baki ferðalag sem er til vitnis um sigur bandarísku sögunnar, vitnisburð um eljusemi, bjartsýni og trú á fyrirheit þjóðarinnar. Margir borgaranna trúðu ekki að þeir myndu sjá þann dag renna upp.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert