Eftirvænting í Chicago

Gífurleg stemning er í Chicagoborg, heimaborg Barack Obama, og hafa þegar tugþúsundir safnast saman til að hlýða á það sem verður ef til vill sigurræða hans á eftir. Gífurleg eftirspurn var eftir ókeypis miðum á atburðinn og fréttist af fólki sem bauð fram mök gegn því að fá miða.

Stjórnmálaferill Obamas sleit barnsskónum í Chicago, þangað sem hann hélt að loknu námi í New York til að vinna að félagsmálum.

Obama, sem er öldungadeilarmaður í Illinoisríki, þar sem Springfield er höfuðborg, kynntist mörgum þeim einstaklingum sem hvað mest hafa mótað hann í Chicago.

Stuðningsmenn Obama í Chicago fyrir stundu.
Stuðningsmenn Obama í Chicago fyrir stundu. Reuters
Stuðningsmenn Obama í Chicago fyrir stundu.
Stuðningsmenn Obama í Chicago fyrir stundu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert