Obama kjörinn forseti

Barack Obama var í dag kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna. Þetta var ljóst eftir að kjörstöðum var lokað í Kalíforníu á vesturströnd Bandaríkjanna klukkan 4 í nótt að íslenskum tíma. Obama sigraði í ríkinu, fékk 55 kjörmenn og hafði þá tryggt sér 297 kjörmenn samkvæmt spám bandarískra sjónvarpsstöðva. 270 kjörmenn þarf til sigurs.

Ljóst þykir að þessi úrslit munu hafa mikil áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum og á alþjóðvettvangi.

Obama, sem er 47 ára, mun sverja embættiseið 20. janúar á næsta ári og taka við afar erfiðu búi af George W. Bush, sem verið hefur forseti undanfarin átta ár. Miklar blikur eru á lofti í efnahagsmálum Bandaríkjanna vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu og afar dýrra hernaðaraðgerða Bandaríkjanna í Afganistan og Írak.

Obama hefur heitið því að bæta tengsl Bandaríkjanna við bandalagsþjóðir sínar og reyna að taka upp samskipti við óvinaþjóðir á borð við Norður-Kóreu og Íran. Hann hefur einnig heitið því að takast á við loftslagsbreytingar af mannavöldum og tryggja öllum Bandaríkjamönnum aðgang að heilsugæslu.

Obama er sonur hvítrar móður frá Kansas en faðir hans var frá Kenýa.  Hann var kjörinn í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir fjórum árum og þótti taka áhættu þegar hann gaf kost á sér sem forsetaefni demókrata á síðasta ári. Hann sigraði Hillary Clinton í forkosningum Demókrataflokksins og í dag bar hann sigurorð af John McCain, frambjóðanda Repúblikanaflokksins.

Skoðanakannanir hafa undanfarnar vikur bent til þess að Obama myndi sigra. Hann hefur lagt áherslu á aðgerðir til að mæta fjármálakreppunni og þótti sýna leiðtogahæfileika í kosningabaráttunni og kappræðum við McCain, sem hélt því fram að Obama væri reynslulaus og myndi fylgja sósíalískri skattastefnu yrði hann kjörinn.

Demókratar unnu einnig mikinn sigur í kjöri til Bandaríkjaþings, sem fór fram samhliða forsetakjörinu, bæði í öldungadeild og fulltrúadeild þingsins. Í öldungadeildinni virtust demókratar hafa fengið 53 þingmenn kjörna, repúblikanar 45 og tveir óháðir þingmenn náðu kjöri. Í fulltrúadeildinni fengu demókratar 244 þingmenn, bættu við sig 8 þingsætum en repúblikanar fengu 191 þingsæti.

Næstu forsetahjón Bandaríkjanna. Michelle og Barack Obama, greiddu atkvæði í ...
Næstu forsetahjón Bandaríkjanna. Michelle og Barack Obama, greiddu atkvæði í grunnskóla í Chicago í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bílskúr til leigu í Vesturbænum
Upphitaður 24,5 fm bílskúr til leigu í Vesturbænum. Leigusamningur að lágmarki ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í ágúst. Allt til alls. Ve...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...