Gjaldþrotum fjölgar í Bretlandi

Gjaldþrotum einstaklinga í Bretlandi fjölgaði um 9,5% á þriðja ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil í fyrra.

Breska hagstofan segir að rúmlega 17 þúsund einstaklingar hafi verið úrskurðaðir gjaldþrota frá júlíbyrjun til loka september en á sama tímabili í fyrra voru rúmlega 15.800 manns úrskurðaðir gjaldþrota.

Fjármálakreppan bitnar enn harðar á fyrirtækjum. Gríðarleg aukning varð á gjaldþrotum fyrirtækja á þriðja ársfjórðungi. Þau voru 26% fleiri en á þriðja ársfjóðrungi síðasta árs. Rúmlega fjögur þúsnd fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á þriðja ársfjórðungi.

Gjaldþrotum mun án efa fjölga í Bretlandi á næstu mánuðum því Englandsbanki spáir samdráttarskeiði fram á mitt næsta ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert