Tilræðismenn teknir af lífi

Þrír herskáir múslimar voru í dag teknir af lífi fyrir sprengjuárásina á næturklúbb í Bali í Indónesíu árið 2002 þar sem yfir 200 manns létu lífið. Voru þremenningar teknir af lífi af aftökusveit í fangelsinu Nusakambangan á eyjunni í dag.

Imam Samudra, 38 ára, Amrozi Nurhasyim, 47 ára ogAli Ghufron (Mukhlas), 48 ára, voru allir dæmdir til dauða fyrir að hafa skipulagt tvær árásir á næturklúbba í strandbænum Kuta árið 2002.

Indónesísk stjórnvöld hafa ekki greint opinberlega frá aftökunni.

Fréttamaður BBC á Balí segir að mennirnir hafi verið teknir af lífi nú undir kvöld. Segir í frétt BBC að margir íbúar Indónesíu telji að það hefði átt að taka þá af lífi mun fyrr og þeir hafi ekki fengið mikla samúð meðal almennings í ríkinu. Gríðarleg öryggisgæsla hefur verið á Balí undanfarið vegna aftökunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert