Geymdi lík systkina sinna

Lögregla í Evanston í nágrenni Chicago í Bandaríkjunum fann nýlega lík þriggja systkina á heimili níræðrar systur þeirra. Ein systirin sást síðast á lífi í maí á þessu ári en önnur í upphafi níunda áratugarins. Bróðirinn sást síðast á lífi árið 2003.

Systir sem lifir enn hafði sagt nágrönnum sínum að tvö af systkinum hennar dveldu hjá ættingjum og að það þriðja þjáðist af víðáttufælni og færi því aldrei úr húsi. Það var lögfræðingur hennar sem kallaði lögreglu að heimilinu.

Anita Bernstorff, sem síðust sást á lífi, var fædd árið 1910, Eliaine Bernstorff var fædd árið 1916 og Frank Bernstorff var fæddur árið 1920. Nágrannar segja systurina sem eftir lifir hafa verið létta í lund og duglega að vinna í garðinum sínum.

Ekki er vitað hvers vegna hún lét ekki yfirvöld vita af dauða systkina sinna en öll eru þau talin hafa látist af náttúrulegum orsökum. Konar er nú á sjúkrahúsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert