Palin fór í gegnum fataskápinn

Sarah Palin.
Sarah Palin. Reuters

Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska, eyddi laugardeginum í að fara í gegnum fataskápinn hjá sér til að komast að því hvað í skápnum væri í hennar eigu og hvað væri í eigu Repúblikanaflokksins. Þetta segir faðir hennar. 

Palin og John McCain voru harðlega gagnrýnd þegar það kom í ljós að flokkurinn hafði eytt um 20 milljónum kr. fatnað handa Palin, sem er fyrrverandi varaforsetaefni flokksins, í hátískuverslunum á borð við Saks Fifth Avenue og Neiman Marcus.

Lögmenn Repúblikanaflokksins eru enn að reyna átta sig á því hvað var keypt handa Palin, hverju hún hafi skilað og hvart restin af fötunum er.

Chuck Heath, faðir Palins, segir að dóttir sín hafi farið í gegnum fataskápinn á laugardag til að reyna átta sig á því hvað væri í hennar eigu og hvað flokkurinn ætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert