Danskur ráðherra sakaður um kynferðislega áreitni

Helge Sander.
Helge Sander. AP

Danska dagblaðið Ekstra Bladet segir í dag að Helge Sander, vísindamálaráðherra Dana, hafi sýnt dönsku þingkonunni Christine Antorini kynferðislega áreitni með því að klappa henni á sitjandann fyrir fund, sem haldinn var í danska fjármálaráðuneytinu um síðustu mánaðamót.

Blaðið segir, að margir hafi séð þetta og sjálfur segir Sander við blaðið, að Antorini hafi sakað sig um að hafa sýnt af sér óviðeigandi framkomu. Antorini vill hins vegar ekkert tjá sig um málið við danska fjölmiðla í dag. 

Ekstra Bladets hefur eftir sjónarvotti, að Sander hafi lagt höndina neðarlega á bakhluta þingkonunnar þegar hún gekk framhjá honum skömmu áður en lokaður fundur um heimsviðskipti hófst í ráðuneytinu. 

Sander neitar því í samtali við blaðið að hafa hagað sér með ósæmilegum hætti en segir að Antorini hafi í síðustu viku sakað hann um slíkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert