Telja Fogh í leit að embætti erlendis

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. YVES HERMAN

Ný skoðanakönnun bendir til þess að nær tveir þriðju Dana telji að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sé í leit að embætti erlendis, annaðhvort hjá Evrópusambandinu eða Atlantshafsbandalaginu.

Fogh Rasmussen hefur oft reynt að kveða niður þrálátan orðróm um að hann sé í atvinnuleit erlendis. Skoðanakönnun, sem gerð var fyrir danska ríkisútvarpið, bendir þó til þess að Danir trúi honum ekki. Um 64% aðspurðra sögðust telja að forsætisráðherrann væri í leit að embætti erlendis. Aðeins 25% töldu það ósennilegt.

Fogh Rasmussen hefur verið forsætisráðherra í sjö ár. Um 51% aðspurðra í könnuninni sögðust telja að hann yrði ekki forsætisráðherra eftir næstu kosningar. Um 42% töldu hins vegar að hann gegndi embættinu í eitt kjörtímabil til viðbótar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert