Endurbætur á fjármálamörkuðum nauðsynlegar

Henry Paulson vill eftirlit með vogunarsjóðum.
Henry Paulson vill eftirlit með vogunarsjóðum. Reuters

Endurbætur á reglum bandaríska fjármálamarkaðarins eru nauðsynlegar að mati Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Ekki ætti hins vegar að fara of greitt í slíkar breytingar þar sem þær gættu leitt til meira skaða en gagns.

„Bandaríkin verða að vera í forsvari fyrir alþjóðlegar breytingar á fjármálamörkuðum og við verðum að byrja á því að taka til heima hjá okkur,“ sagði Paulson í ræðu sem hann hélt í Ronald Reagan forsetabókasafninu í Simi Kaliforníu. Fjármálakreppan hefði enn fremur knúið á um mikilvægustu umræður um endurbætur á fjármálamarkaðinum á síðustu sextíu árum.

„Ef við greinum orsökina ekki rétt og bregðumst þess í við í flýti til að auka frekar en að bæta reglugerðina, þá getum við til langframa litið gert meira illt en gott“ sagði Paulson.

Meðal þeirra endurbóta sem hann vill sjá verða er eftirlit með vogunarsjóðum og fjárfestingarsjóðum hinna ofurríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert