Byrjað að greiða af Icesave reikningum

Eigendur Icesave reikninganna eru farnir að fá greitt.
Eigendur Icesave reikninganna eru farnir að fá greitt. Retuers

Eigendur Icesave reikninganna eru farnir að geta tekið út innistæður sínar samkvæmt breska dagblaðinu Financial Times. Er nú þegar búið að greiða rúmlega 250 milljónir punda, eða tæpa 53 milljarða íslenskra króna, úr tryggingasjóði innlána í Bretlandi, FSCS.

Var þeim sem áttu fé á reikningum Icesave heitið að þeir fengju innistæður sínar greiddar að fullu. Þeir sem áttu fé á bundnum reikningum býðst hins vegar að láta peninga sína sitja þar áfram út binditímann og safna vöxtum.

FSCS er nú þegar búinn að senda út 75.000 tölvupósta til viðskiptavina bankans, þar sem þeim er boðið að skrá sig inn á vefsíðu bankans og færa þaðan fé sitt á annan reikning.

Enn á eftir að hafa samband við 200.000 viðskiptavini Icesave í Bretlandi, en FSCS vonast til að hafa greitt upphæðirnar að fullu fyrir mánaðarmót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert