Íran kjarnorkuveldi innan árs?

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti AP

Ephraim Asculai, sérfræðingur ísraelsku kjarnorkumálastofnunarinnar, segir í viðtali við blaðið The Jerusalem Post að Íranar muni hafa komið sé upp nægu magni af auðguðu úrani til að fullgera sína fyrstu kjarnorkusprengju í lok næsta árs. Fyrr í vikunni var staðhæft í bandaríska blaðinu  New York Times að Íranar ættu þegar nægjanlegt magn auðgaðs úrans til þess.

Asculai segir Írana nú vinna að því að koma sé upp afkastameiri skilvindum til að miðflóttakraft, en hönnun þeirra segir hann byggða á hönnun pakistanska kjarnorkusérfræðingsins  A.Q. Kahn. Munu þær bæði auðga úran meira og með fljótvirkari hætti en eldri skilvindur Írana.

Fram kom í skýrslu Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) sem birt var á miðvikudag að fyrr í þessum mánuði hefði Íranar komið sér upp 630 kg birgðum af lítið auðguðu úrani (LEU). Það er um einn þriðji hluti þess auðgaða úrans sem þarf í kjarnorkusprengju.

Í grein The New York Times var m.a. rætt við kjarnorkueðlisfræðinginn Richard L. Garwin sem sagði Írana augljóslega hafa nægt efni í kjarnorkusprengju.

 „Þeir kunnað að auðga efnið. Hvort þeir geta hannað sprengju, það er annað mál,” segir Asculai. „Maður nær ekki 25. kg af mikið auðguðu efni úr 630 kg. af litið auðguðu efni. Það vantar hins vegar ekki mikið upp á og verði þeir ekki stöðvaðir munu þeir hafa nógu mikið af mikið auðguðu úrani í lok árs 2009."
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert