Geithner fjármálaráðherra í stjórn Obama

Timothy Geithner verður næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Timothy Geithner verður næsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, mun tilnefna Timothy Geithner, sem fjármálaráðherra stjórnar sinnar, en Geitner er bankastjóri New Yorkútibús Seðlabanka Bandaríkjanna.

Hafa bandarískar sjónvarpsstöðvar eftir David Axelrod, einum helsta ráðgjafa Obama, að Geitner, sé „rétti maðurinn“ í starfið. Lofaði hann enn fremur reynslu Geithners og sagði hann, , að sögn BBC, hafa reynslu í að takast á við efnahagskreppu.

Óstaðfestar fregnir um að Geitner yrði valinn til starfans bárust fyrst á föstudag.  En á laugardag sagði Obama að í efnahagsáætlun sinni yrði gert ráð fyrir að sköpuð yrðu 2,5 milljónir nýrra starfa og því ekki lítið starf sem bíður efnahagsteymi nýja forsetans.

Geitner mun vinna með Lawrence Summers, sem gegndi hlutverki fjármálaráðherra í forsetatíð Bill Clintons.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert