Barn selt á netinu

Afhending barnsins fór fram á bílastæði við Jan Palfifjn sjúkrahúsið.
Afhending barnsins fór fram á bílastæði við Jan Palfifjn sjúkrahúsið. Reuters

Belgísks pars kann nú að bíða 10 ára fangelsisdómur eftir að þau seldu hollensku pari nýfætt barn sitt.

Parið, sem er 22 og 24 ára gamalt, seldi barn sitt rétt eftir fæðingu þess í júlí í sumar. Var konan komin of langt á leið til að geta farið i fóstureyðingu og því notfærðu þau sér netið til að komast í tengsl við hollenskt par sem þráði að eignast barn, hefur Belga fréttastofan eftir Annemie Serlippens, talsmanni dómstóla í borginni Gent.

Afhending barnsins fór fram á bílastæði við Jan Palfifjn sjúkrahúsið þar sem að fæðingin átti sér stað. Í kjölfarið hélt hollenska parið til bæjaryfirvalda í Gent og létu þau skrá barnið eins og lög gera ráð fyrir.

Það var hollenskur sjónvarpsþáttur sem kom upp um málið og í kjölfarið kærði sjúkrahúsið málið til lögreglu. Eiga barnsforeldrarnir á hættu allt að tíu ára fangelsisdóm, en fyrir barnið fengu þau greiddar 10.000 evrur eða um 1,8 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert