Sakaður um að hafa verið ölvaður í boði hjá Ingibjörgu

Jóannes Eidesgaard sést hér taka í hönd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur …
Jóannes Eidesgaard sést hér taka í hönd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar hann heimsótti landið árið 2007. mbl.is/Árni Sæberg

Danska dagblaðið Politiken segir að Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, eigi í vanda. Þar segir að nú hafi verið greint opinberlega frá því að hann hafi verið ölvaður þegar hann var viðstaddur kvöldverðarboð með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í Reykjavík.

Eidesgaard heimsótti Ísland nýverið þegar hann undirritaði bráðabirgðalánssamning milli færeysku landstjórnarinnar og íslensku ríkisstjórnarinnar, þ.e. lán upp á 300 milljónir danskra króna. Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, var einnig staddur á Íslandi í opinberri heimsókn á sama tíma, ásamt eiginkonu sinni, og var viðstaddur kvöldverðinn.

Fram kemur á vef Politiken að stjórnarandstöðuþingmaðurinn Sjurdur Skaale hafi tekið málið upp á færeyska þinginu. Á morgun mun forsætisráðherra Færeyja m.a. þurfa að svara því hvort það sé viðeigandi að ráðherrar færeysku ríkisstjórnarinnar séu drukknir þegar þeir eru staddir erlendis í opinberum erindagjörðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert