39 manns bjargað úr hótelinu

Oberoi-Trident-hótelið í Mumbai.
Oberoi-Trident-hótelið í Mumbai.

Indverskir sérsveitarmenn björguðu fyrir stundu 39 gíslum sem haldið var föngnum á Oberoi/Trident-hótelinu í Mumbai. Hluti gíslanna eru útlendingar.

Alls hafa 125 fallið í árásum ódæðismanna úr röðum íslamista í borginni og berast böndin að öfgasamtökum í Pakistan.

Sérsveitarmennirnir fóru herbergi úr herbergi við leitina að gíslunum og þykir of snemmt að skera úr um hvort tekist hafi að hafa hendur í hári allra hryðjuverkamannanna sem þar voru.

Á sama tíma telur lögreglan að aðeins einn særður vígamaður gangi enn laus á Taj Mahal-hótelinu í borginni, sögufrægu hóteli sem gegnir mikilvægu hlutverki í sjálfstæðisbaráttu Indverja.

Mikið öngþveiti skapaðist í Mumbai.
Mikið öngþveiti skapaðist í Mumbai. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Inntökupróf
Palacký University in Olomouc í Tékklandi stefnir að halda inntökupróf í tannlæk...
Toyota Avensis 2014 ek 36000 km
Toyota Avensis, skráður 10/2014 en aðeins ekinn 36000 km, 1800cc sjálfskiptur, ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...