Fólk hættir sér ekki út í Mumbai

Gestir fluttir af Taj Mahal hótelinu í morgun.
Gestir fluttir af Taj Mahal hótelinu í morgun. AP

Mikill ótti er í Mumbai (Bombay) á Indlandi eftir árás herskárra múslíma á Taj Mahal og Oberoi-Trident hótelin og fleiri staði í borginni í gær. Eru íbúar borgarinnar jafnvel hræddir við að yfirgefa heimili sín af ótta við frekari árásir. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Ég á tvær dætur og við verðum heima til að byrja með. Við þorum ekki að fara út þar sem hryðjuverkamennirnir geta verið hvar sem er ,” segir viðskiptajöfurinn Viresh Chabra, sem býr í nágrenni hótelanna. Þá segist hann hafa heyrt fjölmörg skot og kröftugar sprengingar í alla nótt.

Chabra segi frænda sinn og konu hans hafa verið tekin í gíslingu á veitingastað í Oberoi hótelinu og að kona hans, sem sloppið hafi verið, segir að þjónustustúlka sem þjónaði þeim hafi verið skotin til bana við borð þeirra er árásarmennirnir réðust til atlögu.

„Þeir köstuðu einnig handsprengju á bensínstöð og reyndu þannig að sprengja upp eldsneytistankana. Hefði það tekist hefði allt hverfið sprungið í loft upp.” 

Þá segir hann að svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi komist inn í Taj Mahal hótelið frá bát sem hafi legið á vatni sem liggur alveg upp að því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert