Dæmdur til að fá sýru í andlitið

Sharia réttur í Íran hefur ákveðið að sýru skuli hellt í augu manns sem hellti sýru í andlit konu sem hafnaði bónorði hans. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Fram kemur í íranska blaðinu Etemad-e Melli að maðurinn, sem kallaður er Majid, hafi ítrekað beðið um hönd stúlkunnar Ameneh en hún neitað að giftast honum. Segist Majid hafa kastað sýru í andlit hennar í von um að það myndi neyða hana til að giftast honum.

Stúlkan blindaðist og afmyndaðist í andliti við árásina. Hún gekkst undir aðgerðir á Spáni en krafðist réttlætis yfir manninum er hún snéri heim.

Majid kveðst ekki iðrast gera sinna en segist þó ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu miklum skaða sýran myndi valda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert