Móðir Shannon játar aðild

Shannon hefur ekki snúið aftur heim til móður sinnar.
Shannon hefur ekki snúið aftur heim til móður sinnar. Reuters

Karen Matthews, móðir bresku stúlkunnar Shannon Matthews, hefur viðurkennt að hafa vitað að stúlkunni var haldið á heimili stjúpfrænda hennar er umfangmikil lögregluleit fór fram að stúlkunni. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Matthews ber því við að hún hafi óttast Michael Donovan, sem er frændi fyrrum sambýlismanns hennar Craig Meehan. Áður hefur Donovan staðhæft fyrir rétti að Matthews hafi skipulagt ránið á dóttur sinni og neytt hann með hótunum til að taka þátt í því.

Shannon fannst falin í sófa á heimili Donovans rúmum þremur vikum eftir að hún hvarf á leið heim úr skóla. Höfðu henni verið gefið deyfilyf og hún bundin.

Hundruð löreglumanna og almennra borgara tóku þátt í leitinni að Shannon en saksóknarar segja móður hennar og Donovan hafa ætlað að komast yfir fundarlaun vegna hvarfs hennar en hugmyndina eru þau sögð hafa fengið er mikið fé safnaðist  í kjölfar hvarfsins á bresku stúlkunni Madeleine McCann í Portúgal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert