ESB eykur refsiaðgerðir

Öll spjót standa að Robert Mugabe, forseta Simbabve, þessa dagana.
Öll spjót standa að Robert Mugabe, forseta Simbabve, þessa dagana. Reuters

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins juku í dag þrýstinginn á forseta Simbabve, Robert Mugabe, til að fara frá völdum með því að auka á refsiaðgerðir gagnvart stjórnvöldum landsins. Bættu ráðherrarnir fleiri nöfnum á lista yfir þá embættismenn Simbabve sem nú er bannað að ferðast til Evrópu.

Raddir leiðtoga ríkja heims verða sífellt háværari í kröfunni um að Mugabe láti af völdum vegna magnleysis stjórnvalda við að koma þjóðinni til aðstoðar. En nú geysar kólerufaraldur auk hungursneyðar og sárrar fátæktar.

„Mugabe forseti verður að fara,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og forseti ESB í dag. „Það kemur að því einræðisherrar vilja hvorki hlusta né skilja, það er því nauðsynlegt að leiðtogar heims og ríkisstjórnir bindi enda á viðræður,“ sagði Sarkozy.

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í tilefni af fundi ráðherranna í dag að frekari refsiaðgerðir frá hendi Evrópusambandsins væru mögulegar, það ylti á framgöngu mála í Simbabve.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert