Ráðist gegn Lashkar-e-Taiba

Dýrasali í Pakistan með fórnardýr vegna Eid al-Adha hátíðarinnar í …
Dýrasali í Pakistan með fórnardýr vegna Eid al-Adha hátíðarinnar í Islamabad AP

Stjórnarher Pakistans er nú sagður hafa hafið sókn gegn liðsmönnum hinna ólöglegu samtaka Lashkar-e-Taiba í pakistanska hluta Kashmir. Samkvæmt heimildum heimamanna hafa háværar sprengingar heyrst í héraðinu og herþyrlur verið á sveimi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Yfirvöld í Pakistan hafa ekki staðfest að aðgerðir standi yfir en fréttamaður BBC í landinu segir höfuðstöðvar Lashkar-e-Taiba í héraðinu hafa verið umkringdar. 

Indverjar segja hryðjuverkamenn sem stóðu að baki árásunum í Mumbai hafa  verið liðsmenn Lashkar-e-Taiba frá pakistanska hluta Kashmir. Mikil spenna er á milli Indverja og Pakistana í kjölfar árásanna og hafa Pakistanar sætt miklum þrýstingi um að ráðast gegn öfgamönnum í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert