Obama að snúast til hægri?

Barack Obama með . Hillary Clinton, verðandi utanríkisráðherra sínum.
Barack Obama með . Hillary Clinton, verðandi utanríkisráðherra sínum. Reuters

Frjálslyndir stuðningsmenn bandaríska Demókrataflokksins eru nú sagðir óttast að Barack Obama, sem kjörinn hefur verið næsti forseti Bandaríkjanna, sé að snúa baki við frjálslyndum hugmyndum sínum og fyrirheitum. Hefur val hans á fólki í lykilstöður stjórnar sinnar valdið sívaxandi óróleika innan þessum hóps. Þetta kemur fram á vefnum Politico.

Obama hefur þegar fallið frá fyrirheitum sínum um afturkalla skattalækkanir á efnafólk um leið og hann tekur við embætti og að tímasetja heimkvaðningu bandaríska herliðsins frá Írak.

Segja sumir að hann líkist fyrirrennara sínum George W. Bush meira með hverjum deginum sem líður.

„Hann hefur staðfest grunsendir þeirra sem töldu að hann myndi raða í kring um sig miðju og hægrimönnum. Við vonum þó enn að áður en gengið verður frá öllum lausum endum muni okkur takast að fá fram a.m.k. eina framsækna tilnefningu,” segir  Tim Carpenter, formaður alríkissamtaka framsækinna demókrata.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert