Merkel fundar með sérfræðingum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ráðfærði sig í dag við ráðherra, hagfræðinga, stjórnendur fyrirtækja og verkalýðsleiðtoga á fundi sem hún sagðist vona að myndi leiða til stefnumörkunar um leiðina í gegnum aðsteðjandi efnahagsvanda í Þýskalandi, stærsta hagkerfis innan Evrópu.

Merkel sagði við fjölmiðla fyrir fundinn í Berlín í dag að hún leggði áherslu á sameiginlega ábyrgð hagsmunaaðila á hvers kyns aðgerðaráætlun sem ríkisstjórnin gæti gripið til, í von um að forðast hamfarir í efnahagslífinu árið 2009.

„Við, sem ríkisstjórn, getum ekki stutt við efnahagslífið ein okkar liðs,“ sagði Merkel. Hún ítrekaði að engin aðgerðaráætlun yrði opinberuð fyrr en eftir 5. janúar þegar báðir flokkar samsteypustjórnarinnar, Sósíal-demókrata og Kristinna demókrata, munu funda.

Gagnrýnendur Merkel bæði heima og erlendis segja að viðbrögð hennar við efnahagskrísunni séu allt of varfærinn. Nú síðast var hún gagnrýnd af Paul Krugman, bandarískum prófessor sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði í liðinni viku. „Stjórnvöld leggja rangt mat á alvarleika kreppunnar og eyða dýrmætum tíma í ekkert,“ sagði Krugman í viðtal við þýska blaðið Der Spiegel.

Merkel fundaði alls með 32 ráðherrum, fræðimönnum, verkalýðsleiðtogum og sérfræðingum úr efnahagslífinu. Hún hefur sagt að fundurinn sé sá fyrst í röð slíkra funda á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert