Byggingar skulfu í Málmey

Eyrarsundsbrúin tengir Danmörku og Svíþjóð.
Eyrarsundsbrúin tengir Danmörku og Svíþjóð.

Jarðskjálftinn sem varð í Svíþjóð snemma í morgun var svo öflugur að byggingar skulfu í Málmey og fréttir hafa borist af því að byggingar í Kaupmannahöfn hafi skolfið.

Reynir Böðvarsson á jarðskjálftastofnuninni í  Uppsölum telur að skjálftinn hafi verið á bilinu 4,5-5 á Richter og að hann sé sá öflugasti, sem orðið hafi þar í landi frá árinu 1904. Upptök skjálftans voru um 60 kílómetra austur af Málmey og 9 kílómetra norðaustur af Ystad.

Talið er víst að eftirskjálftar muni finnast. Ekki er vitað um eignatjón.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert