Skókastarinn fyrir rétt

Muntazer al-Zaidi er nú í yfirheyrslu hjá rannsóknardómara.
Muntazer al-Zaidi er nú í yfirheyrslu hjá rannsóknardómara. ATEF HASSAN

Íraski blaðamaðurinn sem kastaði skó í átt að Bush Bandaríkjaforseta sætir nú yfirheyrslu rannsóknardómara. Yfirheyrslan hófst klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma.

Sagt er að Muntazer al-Zaidi hafi hringt í einn bræðra sinna í gær til að segja honum að hann ætti að mæta fyrir rannsóknardómara og að hann hefði beðið sjónvarpsstöðina sem hann vinnur hjá að senda þrjá lögfræðinga sér til varnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert