Kók er ekki góð getnaðarvörn

Kók er slæm getnaðarvörn.
Kók er slæm getnaðarvörn. YVES HERMAN

Þótt ótrúlegt megi virðast hafa sumir trúað því að drykkurinn Coca cola sé góð getnaðarvörn. Sumar konur hafa notað drykkinn þannig, þ.e. sem sæðisdrepandi "eftir á-vörn" og sprautað því upp í leghálsinn eftir samfarir. Nú segir vísindamaður að þetta sé kerlingabók!

Deborah Anderson, prófessor í fæðingarlækningum og kvensjúkdómafræðum við  Harvard-læknaskólann, segir að kók hafi stundum verið notað á þennan hátt á árunum 1950-1960 í Bandaríkjunum í þeirri trú að sýran í drykknum dræpi sæði. Hún segir enn fremur að gosdrykkir séu notaðir á þennan hátt enn þann dag í dag í sumum fátækum löndum.

Hins vegar er ekkert sem færir heim sanninn um að þessi óvenjulega getnaðarvörn virki sem skyldi, að sögn Anderson, en margt bendir til að það geti valdið skaða.

Í fyrsta lagi er kók ekki áhrifaríkt sem sæðisdrepandi og ólíklegt að það drepi skotmarkið.  Og ... þó svo að  kókið væri banvænt er líklegt að hraðskreiðar sáðfrumurnar myndu ná að stinga gusu af kóki af!

Að auki skemmir kók efsta lag frumna innan legganganna og gerir konur þannig móttækilegri fyrir kynsjúkdómum. Enn fremur hefur kók slæm áhrif á bakteríuflóru kvenna.

Og loks, segir Anderson, má benda á þá einföldu staðreynd að miklu áhrifaríkari og einfaldari getnaðarvarnir er hægt að nálgast því sem næst alls staðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert