Undirbúa lokun Guantánamo

Robert Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við aðstoðarmenn sína.
Robert Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við aðstoðarmenn sína. Reuters

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið skipun um að samin verði áætlun um lokun Guantánamo-búðanna á Kúbu, að sögn fréttavefjar BBC.

Talsmaður ráðuneytisins sagði að starsfhópur væri nú að huga að áætlun um að flytja fangana frá herstöðinni en tryggt yrði að öryggi bandarísku þjóðarinnar yrði ekki stefnt í hættu. Um 250 fangar eru enn í stöðinni.

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að lokun Guantánamo-búðanna umdeildu sé meðal forgangsverkefna stjórnar sinnar er tekur við 20. janúar. Gates verður áfram varnarmálaráðherra eftir að Obama tekur við völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert