Ber merki um barsmíðar

Íraski fréttamaðurinn sem kastaði skóm sínum í forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, um síðustu helgi ber merki um að hafa sætt ofbeldi. Dómari í máli fréttamannsins, Muntadhar al-Zeidi, segir að hann hafi verið barinn eftir að hafa kastað skónum og hann sé með áverka á andliti eftir barsmíðarnar.

Dómarinn, Dhia al-Kinani, er í forsvari rannsóknarinnar á atvikinu, segir að lögð hafi verið fram kvörtun að hálfu al-Zeidi og að málið verið rannsakað.

Al-Zeidi er enn í haldi og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir að móðga erlendan leiðtoga. Al-Kinani segir að al-Zeidi hafi skrifað forsetisráðherra Íraks,  Nouri al-Maliki, afsökunarbréf vegna atviksins en samkvæmt stjórnarskrá Íraks getur forseti landsins veitt sakaruppgjöf að fenginni beiðni frá forsætisráðherranu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert