Hafnar kröfu um árás

Ehud Olmert og Tzipi Livni utanríkisráðherra á ríkisstjórnarfundi í Jerúsalem …
Ehud Olmert og Tzipi Livni utanríkisráðherra á ríkisstjórnarfundi í Jerúsalem í dag. Reuters

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, hafnaði í dag kröfum margra leiðtoga um að hefnt yrði fyrir flugskeytaárásir herskárra Palestínumanna á Gaza síðustu daga á borgir í Ísrael.

 Sex mánaða vopnahlé milli Hamas-samtakanna, sem ráða öllu á Gaza og Ísraels rann út á föstudag. Hefur síðan verið skotið um 50 flugskeytum og sprengjum á nokkrar byggðir í sunnanverðu Ísrael, þ. á m. Sderot og Askhelon. Yfimenn ísraelska hersins hafa varað við því að vígamenn ráði nú yfir langdrægari flugskeytum en áður og geti ógnað borgum norðar í landinu.

 Varnarmálaráðherra Ísraels, Isaac Herzog, hefur varað Hamas við og sagt að herinn eigi ekki aðra kosti en að grípa til harkalegra aðgerða.  En Olmert, sem lætur af embætti eftir áramótin, sagði í dag að notast yrði við hófsamari svör að þessu sinni. ,,Ríkisstjórn flanar ekki að bardaga en hún forðast hann ekki heldur," sagði Olmert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert