Leiðtogi uppreisnarmanna segist hafa tekið við sem forseti

Talsmaður herforingjanna, sem segjast hafa rænt völdum í Gíneu
Talsmaður herforingjanna, sem segjast hafa rænt völdum í Gíneu AP

Yfirmaður uppreisnarmanna í Gíneu, Moussa Dadis Camara, hefur lýst því yfir að hann sé nýr forseti landsins eftir lát forseta landsins, Lansana Conte. Camara leiddi valdarán hersins í landinu og segist hafa víðtækan stuðning meðal íbúa landsins.

Lansana Conte hafði verið forseti Gíneu í 24 ár en lést í fyrradag 74 ára að aldri eftir langvarandi veikindi að sögn yfirvalda. Ekki er vitað um dánarorsök, en Conte mun hafa verið keðjureykingamaður auk þess sem hann glímdi við sykursýki. Að sögn fréttaskýrenda hafði verið búist við því að herinn reyndi að ná völdum þegar Conte félli frá þar sem hann hefði í auknum mæli reitt sig á herinn til að halda völdum. Eftir að heilsu Conte tók að hraka til mikilla muna síðustu fimm árin þótti óljóst hver færi í raun með völdin og ríkisstjórnin var því sem næst óstarfhæf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert