Livni: Árásir óhjákvæmilegar

Palestínumanni bjargað úr rústum höfuðstöðva öryggissveita Hamas í Gasaborg í …
Palestínumanni bjargað úr rústum höfuðstöðva öryggissveita Hamas í Gasaborg í gær. AP

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, staðhæfir að Ísraelar hafi ekki átt annarra kosta völ en að hefja hernaðaraðgerðir gegn herskáum Palestínumönnum á Gasasvæðinu eftir að Hamas samtökin sem ráða svæðinu lýstu því yfir að sex mánaða vopnahlé Palestínumanna og Ísraela væri runnið úr gildi og flugskeytum fór að rigna yfir Ísrael.

Livni segir Ísraela hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að forðast átök en að þeir myndu ekki sætta sig við að búa við stöðugar árásir Hamas-samtakanna.

„Ísraelsk yfirvöld hafa það að markmiði að bjóða þegnum landsins mannsæmandi líf, rétt til að lifa í friði og ró eins og allir aðrir þegnar heimsins,” sagði hún í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í morgun. Þá sagði hún Ísraela þrá að lifa við frið en að því miður bjóði  raunveruleikinn ekki upp á það.

Hátt í þrjú hundruð Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum Ísraela á Gasasvæðið undanfarna daga en mannfall hefur ekki orðið í flugskeytaárásum Palestínumanna yfir landamærin til Ísraels fyrr en í morgun er einn maður lést.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert