Harðir bardagar í nótt

Ísraelski landherinn, með hjálp flughers og sérsveita, hélt áfram innrás sinni inn á Gaza-svæðið í nótt. Hart var barist milli meðlima Hamas-samtakanna og Ísraelskra hermanna. Ekki er vitað hversu mikið mannfallið var í nótt en talið er að a.m.k. tugur manna hafi látið lífið og á þriðja hundrað særst.

Um 460 manns, þar af tæplega helmingur óbreyttir borgarar, höfðu látið lífið þegar ísraelski landherinn lét til skarar skríða rétt fyrir sjö í gærkvöld að íslenskum tíma. Þá höfðu staðið yfir loftárásir í um átta daga á valin skotmörk, samkvæmt tilkynningu Ísraelshers. Af þessum 460 eru fjórir Ísraelsmenn en aðrir eru Palestínumenn.

Samkvæmt tilkynningu frá Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, sem hann sendi á alþjóðalegar fréttastofur í gærkvöld miða aðgerðir hersins að því að koma í veg fyrir að Hamas-samtökin geti skotið flugskeytum á Ísraelska borgara. Talið er að aðgerðir Ísraelshers geti staðið yfir í nokkra daga, jafnvel vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert