Fimm falla í árásum á skóla á Gaza

Um 540 Palestínumenn hafa fallið í átökunum.
Um 540 Palestínumenn hafa fallið í átökunum. Reuters

Fimm létust er sprengjur Ísraelshers lentu á tveimur skólum sem Sameinuðu þjóðirnar reka fyrir flóttamenn á Gaza-svæðinu. 

Um var að ræða annars vegar árás á skóla í borginni Khan Yunis í suðurhluta Gaza, þar sem að tveir létust og hins vegar loftárás á skóla í Gaza-borg þar sem að þrír féllu.

Ísraelskur fallhlífahermaður féll þá í átökum við Hamas-liða í nótt, en talið er mögulegt að hann hafi fyrir mistök fallið fyrir kúlum eigin herliðs.

Þar með hafa fimm ísraelskir hermenn fallið frá því á laugardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert