Hætta talin á að átökin breiðst út

Ísraelskir hermenn við landamæri Ísraels og Líbanons á mánudag.
Ísraelskir hermenn við landamæri Ísraels og Líbanons á mánudag. AP

Fréttaskýrendur segja flugskeytaárásir á Ísrael frá Líbanon í nótt magna mjög þá spennu sem fyrir hafi verið í Miðausturlöndum vegna hernaðaraðgerða Ísraela á Gasasvæðinu að undanförnu og flugskeytaárása á Ísrael þaðan. Segja þeir jafnvel hættulegustu stund yfirstandandi átaka runna upp. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Mike Sergeant, fréttaskýrandi BBC í Jerúsalem, segir menn einmitt hafa óttast það mest undanfarna daga að átökin beiddust út, bæði til Vesturbakkans og landamæra Ísraels og Líbanons. 

Til stendur að fulltrúar ísraelskra yfirvalda haldi til Kaíró í Egyptalandi til samningaviðræðna um hugsanlegt vopnahlé í dag. Einnig er von á fulltrúum palestínsku Hamas-samtakanna þangað til viðræðna en ólíklegt er þó talið að samninganefndirnar muni hittast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert