Ísrael svarar skeytum Líbana

Ísraelsk móðir skýlir börnum sínum er viðvörunabjalla glymur í bænum …
Ísraelsk móðir skýlir börnum sínum er viðvörunabjalla glymur í bænum Kfar Azza í suðurhluta Ísraels. AP

Ísraelski herinn skaut flugskeytum inn í norðanverðan hluta Líbanon nú fyrir stundu, samkvæmt heimildum AFP. Fyrr í morgun var fjórum eldflaugaskeytum skotið frá Líbanon inn í Ísrael. Hamas samtökin segjast ekki vera ábyrg fyrir árásunum frá Líbanon.

Fimm særðust lítillega þegar flugskeyti Líbanon lentu umhverfis bæinn Nahariya, að því er kemur fram í ísraelskum fréttamiðlum.

Hamas samtök Palestínumanna segjast enga ábyrgð bera á loftskeytaárás frá Líbanon inn í Ísrael. Sagði talsmaður samtakanna ekki hægt að kenna Palestínumönnum um árásirnar og að samtökunum væri ekki kunnugt um hver bæri ábyrgð á árásunum.

Hernaðaraðgerðir Hamas væru gerðar frá Palestínu og það væri stefna þarlendra stjórnvalda að nota ekki grundir annarra Arabaríkja til að svara árásum Ísraela. „Þetta er okkar staðfasta stefna,“ sagði hann.

Ísraelskir fjölmiðlar höfðu eftir nafnlausum heimildum innan ísraelska hersins að loftskeytin sem send voru frá Líbanon til Ísrael í morgun gætu hafa verið á vegum palestínskra hópa sem vildu hefna fyrir stríðið sem nú geysar á Gasa. 

Ísrael og Hezbollah samtökin í Líbanon háðu 34 daga stríð árið 2006, eftir að skæruliðar líbönsku Shiite samtakanna handtóku tvo ísraelska hermenn í mannskæðu skyndiáhlaupi yfir landamærin.  Í þeim átökum skutu Hezbollasamtökin meira en 4000 flugskeytum inn í norðanvert Ísrael. Árás Hezbolla kom í kjölfar síðustu meiriháttar hernaðaraðgerð Ísrael á Gaza.

Yfir 1200 Líbanar og yfir 160 Ísraelar létust í átökunum. Flestir Líbananna voru óbreyttir borgarar en flestir Ísraelanna hermenn.

Tæpar tvær vikur eru frá því að átökin á Gasaströndinni hófust og hafa þau kosta rúmlega 700 Palestínumenn lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert