Mótmæli víða í Evrópu

Mótmælasamkomur gegn hernaðaraðgerðum Ísraela á Gasasvæðinu voru haldnar víða í Evrópu í dag, m.a. á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Þá komu þúsundir manna saman í Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Þýskalandi.

Flestir voru mótmælendurnir í París eða um 30.000. Á milli 5.000 og 10.000 komu saman í Lyon, allt að 4.500 í Marseille og um 3.500 in Grenoble. Í London er talið að um 12.000 manns hafi komið saman í Hyde Park og fjölmennar samkomur fóru einnig fram í Edinborg, Newcastle og Belfast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert