Eftirvænting í Washington

Minjagripir til sölu fyrir utan þinghúsið
Minjagripir til sölu fyrir utan þinghúsið MARK BLINCH

Barack Obama tekur við embætti 44. forseta Bandaríkjanna í dag. Tugþúsundir hafa flykkst til Washington til að vera viðstaddir athöfnina sem fer fram fyrir utan þinghúsið í eftirmiðdaginn. Búist er við að allt að 2 milljónir manna muni safnast þar saman til að fylgjast með nýja forsetanum og varaforsetanum Joe Biden taka við embættum.

Obama hefur vakið eftirvæntingu víða um heim en hann tekur við af forseta sem er talinn einn sá óvinsælasti í manna minnum. Barack Obama mun ásamt eiginkonu sinni Michelle og tveimur dætrum þeirra hitta Bush-fjölskylduna stuttlega að máli í Hvíta húsinu áður en haldið verður til þinghússins.

Gríðarleg öryggisgæsla verður við þinghúsið og hefur aðalgötum og brúm verið lokað.

Kjör Obama setur mikil völd í hönd Demókrataflokksins en hann mun hafa meirihluta í báðum deildum þingsins auk Hvíta hússins, sú staða hefur ekki komið upp frá árinu 1994.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert