Milljarðar í enduruppbyggingu

Palestínskur drengur að leik í rústum á Gaza
Palestínskur drengur að leik í rústum á Gaza Reuters

Enduruppbygging á Gaza-svæðinu, eftir þriggja vikna linnulausar árásir Ísraela, mun kosta milljarða Bandaríkjadollara, að mati Sameinuðu þjóðanna. Tugþúsundir Palestínumanna hafa misst heimili sín og um 400.000 hafa ekki rennandi vatn. Ban Ki-moon er sagður væntanlegur til Gaza í dag til að skoða eyðilegginguna að því fram kemur á vef BBC.

Vopnahlé Ísraela og Hamas-liða stendur enn og hefur fjöldi Palestínumanna snúið til síns heima til að skoða skemmdirnar.

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hefur sagt að herlið Ísraela skuli yfirgefa Gaza eins fljótt og auðið er og hefur þegar nokkur hluti þess yfirgefið svæðið. Að sögn ísraelska hersins er ekki til umræðu að herinn dragi sig alveg út af svæðinu. Úr varnarmálaráðuneytinu bárust þau skilaboð að farið yrði eftir aðstæðum hverju sinni. „Við erum að fækka herliðum á Gaza-svæðinu, en sveitir okkar verða í viðbragðsstöðu svo hægt verði að bregðast við hverju því sem upp kann að koma,“ sagði háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneytinu við AFP-fréttastofuna í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Öflug farangurskerra
Til sölu öflug farangurskerra, 230 x 180 x 100. Hentar jafnt fyrir jeppa og rútu...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd. S. 6947881, Alina...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...