Hrasar Obama um Evrópuþröskuldinn?

Barack Obama, Bandaríkjaforseti og Hillary Clinton utanríkisráðherra.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti og Hillary Clinton utanríkisráðherra. Reuters

Þrátt fyrir margítrekaðar viljayfirlýsingar í sögu Evrópusambandsins um nauðsyn einingar út á við hefur oft gengið illa að fá aðildarríkin til að sameinast um eina stefnu í utanríkis- og varnarmálum þegar mikið er í húfi. Klofningurinn var augljós í aðdraganda innrásarinnar í Írak 2003. Nú velta menn því fyrir sér hvort Barack Obama muni þurfa að fást við Evrópu sem sé sundruð í alþjóðamálum.

Obama virðist vera holdi klæddur draumur þeirra Evrópumanna sem hafa saknað „gömlu Bandaríkjanna“ sem alltaf ráðfærðu sig við bandamenn. Sumir efast reyndar um að samráðið fyrir tíma Bush hafi nokkurn tíma verið jafn mikið og ýmsir fullyrða núna. En nýi forsetinn tekur umsvifalaust á viðkvæmum málum sem hafa eitrað samskiptin við Evrópu, ákveður að loka Guantanamo-fangabúðunum, hætt verður að fljúga með meinta hryðjuverkamenn heimshorna á milli til að geta beitt aðferðum Mið-Austurlandaríkja við að kreista upp úr þeim upplýsingar. Og jafnframt bannar hann pyntingar.

Mun stefna Obama verða til þess að samstaðan yfir hafið aukist á ný? Hann naut þegar mikilla vinsælda í Evrópu áður en hann tók við embætti ef marka má kannanir og frammámenn í aðildarríkjum ESB tjá sig afar vinsamlega um hann.

Charles Grant, yfirmaður hugveitunnar Miðstöðvar evrópskra umbóta, CER, segir að vel komi til greina að Obama muni beina mjög sjónum sínum að ESB en hefur sínar efasemdir. „Ég held að hann muni verða fyrir vonbrigðum vegna þess að ESB er sundrað, getulaust og vængstýft,“ hefur The International Herald Tribune eftir Grant.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert