Clinton: Íranar standa frammi fyrir vali

Hillary Clinton.
Hillary Clinton. AP

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að írönsk stjórnvöld fái nú gott tækifæri til að ræða við alþjóðasamfélagið. Þetta kom fram á fyrsta blaðamannafundi hennar sem utanríkisráðherra.

Clinton segir að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi gert mönnum það strax ljóst, þegar hann tók við embættinu, að hann fagni því ef Íranar séu opnari í samskiptum sínum við umheiminn.

Hún segir að það sé íranskra stjórnvalda að ákveða hvort þau vilji taka upp aukið samstarf á alþjóðasviðinu og draga þannig úr þeirri spennu sem hefur ríkt í samskiptum Írana og Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert