819 milljarða framlag samþykkt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt 819 milljarða dollara framlag frá ríkinu í því skyni að örva efnahagslíf landsins. Samþykktin þykir sigur fyrir forsetann, Barack Obama. Kosningin fór 244 á móti 188 en þrátt fyrir hvatningu forsetans studdu fáir meðlimir Repúblikanaflokksins tillöguna. 

Nú verður tillagan send til afgreiðslu í öldungadeild þingsins þar sem umræður munu líklega hefjast í vikunni. Leiðtogar demókrata í þinginu hafa heitið því að löggjöfin verði tilbúin til undiritunar forsetans um miðjan febrúar.

„Með hverri vikunni sem beðið er með aðgerðir verða 100.000 manns eða fleiri atvinnulaus. Það viljum við ekki hafa á samviskunni,“ segir David Obey, einn aðalhöfundur löggjafarinnar.

Repúblikanar hafa gagnrýnt tillöguna fyrir að á þeim forsendum að í hana vanti skattalækkanir og að hún feli í sér of mikla eyðslu, hún sé því ólíkleg til að hjálpa atvinnulausum Bandaríkjamönnum.

Barack Obama fer á fund í þinghúsinu
Barack Obama fer á fund í þinghúsinu LARRY DOWNING
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert