Clinton: „Það er gott að vera á lífi“

Bill Clinton er staddur í Davos í Sviss.
Bill Clinton er staddur í Davos í Sviss. Reuters

Þrátt fyrir að það húmi að í efnahagsmálum á alþjóðavísu þá var létt yfir Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem flutti ávarp á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss. Hann sagði m.a. við fundargesti að: „Það er ennþá gott að vera á lífi.“

Clinton viðurkenndi að áhrif fjármálakreppunnar, sem er aðalumræðuefnið á ráðstefnunni, hafi skotið mörgum skelk í bringu. Hann segir hins vegar að umfang kreppunnar, þ.e. á heimsvísu, hafi sannað fram á það að þjóðir heims hafi ekki lengur efni á því að snúa baki hver að annarri.

„Þessi fjármálakreppa sannar [...] þá grundvallar staðreynd að traust á milli þjóða skiptir meira máli en nokkuð annað í heiminum í dag,“ sagði Clinton. „Við getum ekki flúið hvert annað. Skilnaður er ekki í boði.“

Clinton hvatti núverandi kynslóðir embættismanna að takast á við þær áskoranir og hindranir sem fjármálakreppan og loftlagsbreytingar hafa skapað.

„Þetta er hvorki tími fyrir afneitun eða tafir. Gerið eitthvað. Aukið sjálfstraust hjá fólki með því að sýna fram á sjálfstraust,“ sagði Clinton, sem var forseti frá 1993 til 2001. „Ekki gefast upp. Ekki veðja gegn ykkur sjálfum. Ekki veðja gegn ykkar eigin þjóð. Það er ennþá gott að vera á lífi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert