Breskur hermaður féll í Afganistan

Yfirmenn breska hersins segja að hermaður úr þeirra röðum hafi fallið í bardaga í suðurhluta Afganistans í dag.

Hermaðurinn var ásamt hersveit sinni í eftirlitsferð skammt norður af Musa Qala í Helmand héraði. Til skotbardaga kom og særðist einn breskur hermaður illa. Hann lést skömmu síðar af sárum sínum.

Bretar hafa nú átta þúsund manna herlið í Afganistan. 143 breskir hermenn hafa fallið síðan Bretar sendu herlið til landsins árið 2001. Þar af hafa sex fallið það sem af er þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert