Tvöfalda útflutninginn til Kína

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir eftir fund með Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, í Lundúnum í gær, að til stæði að tvöfalda útflutning frá Bretlandi til þessa fjölmennasta ríkis heims á næstu 18 mánuðum. Á sama tíma er mannréttindastefnu Kína mótmælt í heimsókn Wens til Bretlands.

Sagði Brown þá hafa verið sammála um að ein mesta ógnin sem heimurinn stæði nú frammi fyrir í efnahagskreppunni væri sú að horfið yrði aftur til tíma efnahagslegrar verndarstefnu.

Hún sé „leiðin til glötunnar“.

Kínastjórn hefur þegar varið sem svarar um 500 milljörðum dala til að örva hagkerfið og gaf Wen til kynna að svo kynni að fara að meira fé þyrfti til að koma hjólum kínverska hagkerfisins í gang á ný.

Boðar hann nána samvinnu við Evrópu og að fulltrúar Kínastjórnar muni fara í viðskiptaferðir til álfunnar í því skyni að festa kaup á ýmsum vörum.

Heimsóknin undirstrikar vaxandi slagkraft kínverska efnahagsveldisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert