Páfagarður herðir skilyrði fyrir því að aflétta bannfæringu

Péturstorgið við Vatíkanið.
Péturstorgið við Vatíkanið. Ómar Óskarsson

Vatíkanið hefur krafist þess að biskup sem afneitað hefur helförinni verði draga þessa staðhæfingu til baka áður en honum verður aftur veitt innganga á ný í hina Rómsversk kaþólsku kirkju.

Vatíkanið segir einnig í yfirlýsingu í dag að Benedikt páfa XVI hafi ekki haft vitneskju um skoðanir Richard Williamson þegar hann samþykkti aflétta bannfæringu hans og þriggja ofuríhaldsamra biskupa í síðustu viku.

Yfirlýsingin er gefin út af innríkisráðherra Vatíkansins daginn eftir að Angela Merkel hvatti páfa til að hafna með ótvíræðum hætti afneitunum helfararinnar, eins og sagt var frá her á mbl.is í gær.

Í bloggi við þá frétt rekur Baldur Gauti Baldursson, listfræðingur og prestur, búsettur í Svíþjóð, bakgrunn þessa uppnáms í páfagarði:

„Það blæs um hans heilagleika páfann í Róm þessa dagana. Það virðist ekki vera laust við að þessi páfi sem nú situr, Benedikt XVI., hafi svolítið gaman að því að hræra upp í pólitískri og trúarlegri umræðu (sami hlutur) af og til. Forveri Benedikts páfa, Jóhannes Páll II. var hin mesta friðardúfa, þótt hann væri staðfastur í sinni trú og margir yrðu að ganga gegn samvisku sinni til að fylgja páfa að málum. Trú páfa og trú kirkjunnar er sú sama, þar sem útlegging hins fyrrnefnda ræður.

Páfinn hefur lent í umræðunni aftur nú síðustu daga vegna sáttaleitanna hans við "Bræðrafélagið Pius X" (oftast kallað bara SSPX) þar sem biskupinn Richard Williamson er í forsvari.  Félagsskapurinn fyrrnefndi hefur oft lent milli tannanna á fólki vegna sérstaklegar sögutúlkunar þeirra á því sem hefur með Helförina i Síðari heimstyrjöldinni að gera. Williamson biskup hafnar að Gyðingar hafi verið sendir í gasklefanna og þannig 6 milljónir drepnar að skipun yfirmanna Nasista í Þýskalandi (og herteknum löndum). Ekki er ein báran stök, heldur hefur téður biskup Williamson fullyrt að árásin á nokkrar byggingar í New York og Washington i Bandaríkjunum þann 9. september - hafi verið gerð af Bandaríkjamönnum sjálfum.

Helstu viðbrögð og þau hörðustu hafa orðið vegna afneitunar þessa kaþólska biskups á helför Gyðinga í Heimstyrjöldinni síðari. Þessi ummæli og önnur urðu til þess að forvera núverandi páfa Jóhannes Páll II  bannfærði biskup þennan og félagsskapinn. Hann fékk t.d. ekki inni í kirkjum kaþólsku kirkjunnar og varð að leita á náðir annarra kirkjudeilda til að fá þak undir höfuðið. Jóhannes Páll II. páfi semsagt bannfærir þessa hreyfingu 1. júlí 1988, sem hann skyldi sem að væri að kljúfa kirkjuna. Megin rökin fyrir bannfæringu páfa voru ekki staðhæfingar leiðtoga SSPX um Gyðinga eða annað af sögulegum toga, heldur agabrot gegn páfavaldinu. Þeir vildu stjórna sér sem sjálfstæðri stofnun innan rómversk kaþólsku kirkjunnar. Svo virðist sem vandinn hafi komið upp í valdatíð Lefebvre erkibiskups, sem geðjaðist ekki að breytingum þeim sem gerðar voru á helgihaldi og stjórn rómversk kaþólsku kirkjunnar eftir Annað Vatíkansþingið.

Nú 21. janúar 2009 afnemur semsagt páfinn Benedikt XVI bannfæringu forvera síns og leyfir félaginu að teljast á ný til "sauða sinna", en gefur prestum og biskupum ekki vald til að þjóna embættum þeim sem þeir áður höfðu vígst til.

Talið er að þessi umdeildi gjörningur páfa að rétta út sáttarhönd til þessa umdeilda hóps/fylkingar sé gerður í því augnamiði að halda fast um "einingu kirkjunnar". Hætta sé á að hundruðin þúsunda fólks yfirgefi annars kirkjuna og stofna endanlega nýja og að samningastaða páfa gagnvart hópi Williamsons biskups SSPX verði betri ef hann er "undir valdi" páfa.  Þannig er það skýring Páfastóls að hér sé EKKI verið að sættast á sögutúlkun SSPX né skrýtnar skoðanir hreyfingarinnar, heldur verið að "bjarga því sem bjargað verði" í samskiptum Páfagarðs og SSPX.“

 Blogg Baldurs


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert