„Slæmur banki" verður til í Bandaríkjunum

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner hefur nú opinberað bankabjörgunaraðgerðir stjórnvalda, upp á eina og hálfa billjón bandaríkjadala, með öðrum orðum 1.500 milljarða dala.

Samkvæmt áætluninni verður stærðin á mikilvægri lánaáætlun Seðlabanka Bandaríkjanna stækkuð úr 200 milljörðum í eina billjón dala, eða fimmfölduð. Þar að auki á að búa til fjárfestingasjóð með 500 milljarða dollarar framlagi, en hlutverk hans verður að gleypa upp slæmar eignir bankanna. Sjóðurinn mun því þjóna hlutverki þess sem kallað er „slæmur banki“ (e. bad bank).

Eins og staðan er núna eru mikilvægir hlutar fjármálakerfisins skaddaðir," segir Geithner. „Í stað þess að hvetja til bata, er fjármálakerfið að vinna gegn honum. Það er sú hættulega þróun sem við þurfum að breyta,“ bætir hann við. Helstu hlutabréfavísitölur féllu eftir að ráðherrann hóf ræðu sína um nýju áætlunina.

Barack Obama forseti sagði í gær að áætlunin yrði stökkpallur til þess að endurreisa traust á mörkuðum. Obama hefur einnig sagt að það sé of snemmt að segja til um, hvort 700 milljarða dollara bankabjörgunarpakkinn, muni þarfnast enn frekari fjárframlaga.

„Við vitum ekki enn hvort við þurfum meira fjármagn, eða hversu mikið aukafjármagn við munum þurfa,“ sagði forsetinn. Þeirri áætlun var komið í gagnið af George Bush, fyrrverandi forseta, í haust. Stjórn hans notaði fyrstu 350 milljarðana af þeirri upphæð fyrir valdaskiptin. Obama stendur nú einnig frammi fyrir því að hin víðtæka áætlun hans til að örva efnahagslífið er á leið í mikilvæga atkvæðagreiðslu í öldungadeild þingsins. Sú áætlun er búist við að kosti aukalega 800 milljarða dollara.

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. BRIAN SNYDER
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...