Grænfriðungar pakka hóteli inn

Grænfriðungar með borða sem á stendur: Þjóðgarðar án ólöglegra hótela.
Grænfriðungar með borða sem á stendur: Þjóðgarðar án ólöglegra hótela. Reuters

Liðsmenn Grænfriðunga tóku sig til í dag og pökkuðu hóteli inn en hótelið var byggt í heimildarleysi á strönd á Suður-Spáni. Um sextíu liðsmenn Grænfriðunga tóku þátt í aðgerðunum en til þess var notaður 18 þúsund fermetra stór grænn dúkur. Hótelið sem um ræðir, Hotel Algarrobico, er í Cabo de Gata þjóðgarðinum í nágrenni bæjarins Almeria.

Hótelið hefur staðið autt frá því það var byggt á árunum 2005-06 og hefur orðið táknmynd fyrir hömlulausa þéttingu byggðar á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Dómsmálayfirvöld hafa ítrekað fyrirskipað að það verði rifið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert